Skip to main content

Samstarf milli skíðasvæðanna á Austurlandi

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 24. feb 2022 10:15Uppfært 24. feb 2022 14:48

Skíðasvæðin tvö á Austurlandi, í Oddskarði og Stafdal, hafa komið sér saman um að bjóða sameiginlega helgarpassa fyrir áhugasama ferðamenn. Mun þetta vera í fyrsta skipti sem slík samvinna er tekin upp.

Helgarpassarnir munu gilda frá föstudegi til sunnudags og með slíkan passa undir höndum geta áhugasamir flakkað linnulaust á milli skíðasvæðanna tveggja um helgar án þess að greiða neitt aukalega. Í þokkabót hefur jafnframt náðst samkomulag um að kaupendur árskorta hjá hvoru skíðasvæðinu fyrir sig fá í bónus stöku frídaga hjá hinu skíðasvæðinu.

Hugmyndin með slíku samstarfi er að efla ferðaþjónustu á svæðinu að vetrarlagi en slík samvinna milli svæða er velþekkt meðal annars frá Evrópu og á Norðurlandi hefur slíkt samstarf tíðkast um nokkra hríð.

Passarnir verða eingöngu í sölu hjá ferðaþjónustuaðilum sem áhuga hafa á að bjóða slíkt sem hluta af þjónustunni en hver passi mun kosta níu þúsund krónur. Í skoðun er síðar meir að gefa heimafólki tækifæri á þessu líka.