Skip to main content

Samstöðusamkoma til varnar Sjúkrahúsi Seyðisfjarðar

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. nóv 2010 16:56Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageFöstudagskvöldið 5. nóvember kl. 20 verður efnt til samstöðusamkomu í bíósal Herðubreiðar á Seyðisfirði að frumkvæði Hollvinasamtaka Sjúkrahúss Seyðisfjarðar, Seyðisfjarðarbæjar og velunnara stofnunarinnar. Tilefnið er boðaður niðurskurður fjarveitinga til heilbrigðisstofnana á landsbyggðinni í fjárlagafrumvarpinu.

 

Seyðfirðingar hafa sent frá sér ályktun um þetta efni þar sem segir að ef boðuðum niðurskurði verði fylgt eftir muni grundvöllur búsetu og tilveru fólks í dreifðum byggðum landsins bresta.

„Gríðarleg þjónustuskerðing verður í héraði og ljóst að sjúklingur og aðstandendur þeirra munu þurfa að dvelja langdvölum í burtu frá heimilum sínum með tilheyrandi kostnaði, vinnutapi og óþægindum. Samgöngur á Austurlandi eru ekki góðar og við erum í mestri fjarlægð frá stóru sjúkrahúsunum.  Við teljum okkur hafa rétt á þessari grunnþjónustu, óháð búsetu," segir í ályktun Seyðfirðinga.

Á samstöðusamkomunni annað kvöld verða ávörp, tónlistaratriði ýmiskonar, fjáröflun til tækjakaupa fyrir sjúkrahúsið og fleira. Samkoman er öllum opin.