Sáralítið mælist af loðnu

Lítið hefur komið í ljós af loðnu í leiðangri sem hófst í síðustu viku. Eitt skipanna lauk um síðustu helgi yfirferð sinni úti fyrir Norðaustur- og Austurlandi.

Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Hafrannsóknastofnun. Veður hefur tafið mælingar síðustu daga almennt er gert ráð fyrir að leiðangrinum ljúki á miðvikudag.

Stofnunin telur þó rétt að upplýsta að mjög lítið hafi mælst af loðnu það sem af er leiðangrinum. Gert er ráð fyrir að fyrirkomulag frekari mælinga eða vöktunar skýrist síðar í vikunni en trúlega verður helst fylgst með svæðum norðvestur af landinu, undan Vestfjörðum og Suðausturmiðum.

Þetta þýðir þó að ekki verður enn gefinn út loðnukvóti fyrir þessa vertíð.

Heimaey og Polar Ammassak, skip grænlensks dótturfélags Síldarvinnslunnar, eru enn við mælingar. Bæði skipin bíða í Ísafjarðarhöfn þess að fara út á ný og munu þá væntanlega leita af sér allan grun úti fyrir Vestfjörðum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.