Sex umsóknir um starf skólastjóra á Egilsstöðum
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 27. apr 2022 10:04 • Uppfært 27. apr 2022 18:29
Sex umsóknir bárust um stöðu skólastjóra Egilsstaðaskóla en umsóknarfrestur rann út fyrir viku. Ein umsókn barst sem uppfyllti skilyrði um stöðu skólastjóra Grunnskólans á Fáskrúðsfirði.
Stöðurnar voru báðar auglýstar í lok mars með umsóknarfrest sem rann út sitt hvoru megin við páska. Viðar Jónsson, kennari, sækir um báðar stöðurnar.
Auk hans sækja eftirtalin um stöðuna á Egilsstöðum:
Ásta Stefanía Svavarsdóttir, skólastjóri
Dagbjört Kristinsdóttir, deildarstjóri
Evert Guðmundsson, löggiltur fasteignasali
Kristín Guðlaug Magnúsdóttir, aðstoðarskólastjóri
Þórdís Sævarsdóttir, skólastjóri