Skip to main content

Sextán stiga hiti þrátt fyrir norðaustan átt

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. maí 2023 09:01Uppfært 09. maí 2023 09:03

Veðurstofan spáir vel fyrir gróðrinum í vikunni með hlýindum, skúrum og sólskini á víxl. Von er á allt að 16 stiga þrátt fyrir að vindur blási úr norðaustri.


Samkvæmt spánni verður 16 stiga hiti á Egilsstöðum um klukkan þrjú í dag þrátt fyrir að líkur séu á að vindur standi þá úr norðaustri, sem yfirleitt ber með sér kaldara loft. Víða annars staðar á Austfjörðum er von á 13-14 stiga hita í dag. Svalast verður syðst.

Þótt ekki sé spáð alveg jafn miklum hlýindum næstu daga þá er veðurútlitið fram til laugardags áþekkt því er von er á í dag. Reiknað með 13-14 stiga hita á Fljótsdalshéraði en aðeins svalara út við ströndina. Von er á stöku skúrum, til að mynda seinni partinn á morgun.