Skip to main content

Seyðfirðingar geta nú drukkið vatn úr krönunum á ný

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. feb 2024 14:10Uppfært 09. feb 2024 14:13

Gengið hefur verið úr skugga um að neysluvatn Seyðfirðinga er nú vandræðalaust að drekka en staðfest er að vatnið er orðið laust við gerla og aðra hugsanlega mengun eftir að geislunartæki vatnsveitu bæjarins bilaði fyrir viku síðan. Síðan það gerðist hefur þurft að sjóða allt neysluvatn svo öruggt sé.

Viðgerð á geislatækinu, sem sótthreinar neysluvatn frá vatnsveitu Seyðisfjarðar, lauk fyrr í vikunni en til þurfti sýnatökur að auki til að ná fram vissu um að vatnið væri sannarlega sótthreinsað og því óhætt að leggja sér til munns.

Nú liggja niðurstöðurnar þeirra sýnatöku fyrir og geislatækið farið að virka eins og til er ætlast. Bæjarbúar þurfa því ekki lengur að sjóða neysluvatnið eins og verið hefur síðustu dægrin.