Sigga Lára: Ný stjórnarskrá er grunnurinn að hugarfarsbreytingu

sigga_lara_sigurjons_xl_me13.jpg
Ný stjórnarskrá er forsenda þess að hugarfarsbreyting verði hjá þingmönnum um störf þeirra í almannaþágu. Landsmenn gætu þurft að bíða lengi eftir lausn fjármálavandans því hann virðist langt í frá heimatilbúið vandamál.

„Á þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan ég útskrifaðist frá Menntaskólanum á Egilsstöðum hef ég lært að veröldin er ekki einföld.
 
Þeir sem hafa gert þau mistök að stilla á Alþingisrásina í voru og séð Morfískeppnina sem þar fer fram vita að þingmenn eru haldnir þeirri skynvillu að þeir séu með þetta.“

Þetta sagði Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, sem skipar þriðja sætið á lista Lýðræðisvaktarinnar í Norðausturkjördæmi á opnum framboðsfundi í sínum gamla skóla fyrir skemmstu.

Sigríður Lára sagði að ef fjölbreytt nám á háskólastigi hefði verið í boði hefði hún aldrei flutt frá Austurlandi. Hún hafi hins vegar þurft að gera það og kynnst misgóðum aðstæðum námsmanna á leigumarkaði.

„Ég komst að því að á stúdentagörðunum eru tvær fjögurra herbergja íbúðir. Þær voru of litlar fyrir mig, fjölskyldumanneskju í doktorsnámi,“ sagði hún og bætti við að leigumarkaðurinn „sökkaði.“

Sigríður varaði menn einnig við að búast við lausnum á skuldavanda sínum í hvelli. „Ef þið hafði hlustað á fréttir þá vitið þig að heimurinn er í skuldavanda.
 
Peningakerfið virkar þannig að skuldirnar vaxa tífalt hraðar en það fjármagn sem er í umferð. Það eru blikur á lofti um að þetta kerfi þurfi mjög víðtækrar endurskipulagningar við.“

Sigríður Lára lýsti sig fylgjandi rýmri heimildum til strandveiða og frjálsum handfæraveiðum. „Ég vek athygli að ég er frá Egilsstöðum. Það að ég kunni þessi hugtök yfir höfuð er kúl.“

Hún sagðist einnig styðja niðurgreiðslu húshitunarkostnaðar á köldum svæðum. „Ef við höfum efni á að niðurgreiða raforku til stóriðju þá getum við gert það til kaldra svæða og landbúnaðar.“
 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.