Skip to main content

Sigmundur Davíð horfir fram á veginn eftir högg á Góugleði

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. mar 2013 20:56Uppfært 08. jan 2016 19:24

sigmundur_david_feb13.jpg
Ekki er von á neinum eftirmálum af hálfu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, eftir að gestur á Góugleði sló hann í andlitið.

Eftir miðnætti á laugardagskvöld vatt karlmaður á sextugsaldri sér upp að Sigmundi sem sat og ræddi við fleiri menn á Góugleðinni í Brúarási, tilkynnti honum að þar væru of margir framsóknarmenn og sló formanninn að því loknu í andlitið.

Maðurinn þótti láta heldur ófriðlega þannig að forsvarsmenn skemmtunarinnar kölluðu að lokum á lögreglu og létu hana sækja manninn.

Að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar, er ekki von á neinum eftirmálum af hálfu formannsins. Hann ætli að horfa fram á veginn. Ástand hans sé fínt, betur hafi farið en á horfðist.