Sigmundur Davíð horfir fram á veginn eftir högg á Góugleði

sigmundur_david_feb13.jpg
Ekki er von á neinum eftirmálum af hálfu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, eftir að gestur á Góugleði sló hann í andlitið.

Eftir miðnætti á laugardagskvöld vatt karlmaður á sextugsaldri sér upp að Sigmundi sem sat og ræddi við fleiri menn á Góugleðinni í Brúarási, tilkynnti honum að þar væru of margir framsóknarmenn og sló formanninn að því loknu í andlitið.

Maðurinn þótti láta heldur ófriðlega þannig að forsvarsmenn skemmtunarinnar kölluðu að lokum á lögreglu og létu hana sækja manninn.

Að sögn Jóhannesar Þórs Skúlasonar, aðstoðarmanns Sigmundar, er ekki von á neinum eftirmálum af hálfu formannsins. Hann ætli að horfa fram á veginn. Ástand hans sé fínt, betur hafi farið en á horfðist.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.