Skip to main content

Sigrún Hanna nýr fagstjóri við Hallormsstaðaskóla

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 28. apr 2022 18:44Uppfært 28. apr 2022 18:44

Sigrún Hanna Þorgrímsdóttir hefur verið ráðin nýr fagstjóri sjálfbærni og sköpunarnáms Hallormsstaðaskóla.


Sigrún Hanna er þjóðfræðingur að mennt, sérhæfð í fagurfræði hversdagsins, efnismenninu og heimilisháttum. Hún hefur síðastliðin ár kannað hvernig sjálfbærnihugtakið fléttast saman við þetta.

Hún lauk BA gráðu frá Háskóla Íslands árið 2007 þar sem lokaritgerð hennar fjallaði um þróun eldhúsa samtímans. Í meistararitgerði sinni árið 2015 greindi hún þróun heimilishalds í stúdentíbúðum.

Hún stundar nú doktorsnám í menningararfs- og handverksfræðum við Gautaborgarháskóla. Þar skoðar hún samband fólks við efnivið og viðhald heimkynna sinna, bæði hús og hluti en líka lífríki og jörð.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá skólanum hefur Sigrún Hanna kennt á háskólastigi undanfarinn áratug, fyrst sem stundakennari og síðar aðjúnkt í þjóðfræði við HÍ og síðustu fimm ár við Gautaborgarháskóla.

Sigrún er fædd árið 1984 og uppalin á Selfossi. Hún er gift Eysteini Ara Bragasyni frá Holti í Fellum og saman eiga þau þrjár dætur.

Mynd: Hallormsstaðaskóli