Skip to main content

Sigrún Júlía nýr skólastjóri Nesskóla

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 10. júl 2025 08:39Uppfært 10. júl 2025 08:40

Sigrún Júlía Geirsdóttir hefur verið ráðin skólastjóri Nesskóla. Hún þekkir vel til í skólanum þar sem hún hefur starfað í meira en 20 ár.


Þetta kemur fram í tilkynningu frá Fjarðabyggð. Karen Ragnarsdóttir Malmquist, sem verið hefur skólastjóri frá árinu 2021, hefur ráðið sig í vinnu í öðrum landshluta.

Sigrún Júlía er uppalin á Fáskrúðsfirði en hefur lengst af búið í Neskaupstað. Hún hefur starfað sem umsjónarkennari við skólann í yfir 20 ár og verið stigstjóri unglingastigs.

Hún er með B.Ed. próf í grunnskólakennarafræðum og M.Ed. próf íslenskukennslu auk viðbótardiplóma í faggreinakennslu frá Háskóla Íslands. Þá hefur hún sótt fjölda námskeiða, svo sem ART þjálfaranámskeið, fjölda dönskunámskeiða og námskeiða í Uppeldi til ábyrgðar.

Sigrún Júlía hefur einnig fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og hefur sinnt nefndarstörfum í sveitarfélaginu, en hún var um tíma varabæjarfulltrúi Framsóknarflokksins og varaþingmaður flokksins í Austurlandskjördæmi eitt kjörtímabil.