Skip to main content

Sigurbjörg Hvönn ráðin sem fræðslustjóri

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 13. apr 2022 14:52Uppfært 13. apr 2022 15:00

Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir hefur verið ráðin sem fræðslustjóri Múlaþings. Fjórar umsóknir bárust um stöðuna.


Sigurbjörg tekur við starfinu af Helgu Guðmundsdóttur sem var áður fræðslustjóri Fljótsdalshéraðs og þar áður Austur-Héraðs, en hún lætur af störfum 1. júlí.

Sigurbjörg Hvönn hefur undanfarin ár verið aðstoðarskólastjóri í Egilsstaðaskóla. Auk kennaramenntunar hefur hún lokið meistaranámi í stjórnun menntastofnana.

Þrjár aðrar umsóknir bárust um stöðuna. Þessar sóttu um:

Kristín Guðlaug Magnúsdóttir
Sigurbjörg Hvönn Kristjánsdóttir
Sigurlaug Björk Birgisdóttir
Þórdís Sævarsdóttir