Skip to main content

Sjö milljónum úthlutað úr sjóðum SÚN

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 08. ágú 2010 20:53Uppfært 08. jan 2016 19:21

Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupsta, SÚN, úthlutaði nýverið sjö milljónum króna til 26 verkefna úr menningar- og styrktarsjóði sínum.

Hæsti styrkurinn nam 1,1 milljón króna til byggingar strandblaksvallar í Neskaupstað en alls fóru 2,5 milljónir til íþróttamála.

BRJÁN eða Blús, rokk og jass klúbburinn á Nesi fékk 750 þúsund króna styrk til rekstrar og Neistaflugshátíðar um verslunarmannahelgina, en til menningarmála runnu alls 2.3 milljónir króna.

Til annarra mála var varið 2,2 milljónum króna. Þar bar hæst milljón króna styrk til uppbyggingar félagsmiðstöðvar kajakklúbbsins, sem kallaður er Þórsskúrinn, en búið er að byggja aðstöðu klúbbsins í fjörunni fyrir neðan Norðfjarðarkirkju.

SÚN er gamalgróið félag í Neskaupstað, nær 80 ára gamalt, sem hefur nú um nokkurra ára bil varið nánast öllum arði af rekstri félagsins til  margskonar framfaramála innan fjallahrings Norðfjarðar. Úthlutað er úr sjóðnum tvisvar á ári.