Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur ræða saman í Múlaþingi
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. maí 2022 17:32 • Uppfært 15. maí 2022 17:33
Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa ákveðið að hefja formlegar meirihlutaviðræður í Múlaþingi.
Framsóknarfólk hittist á félagsfundi í dag og samþykkti þetta. Flokkarnir hafa verið í meirihlutasamstarfi síðustu ár. Meirihlutinn hélt örugglega í kosningunum í gær, þótt einn fulltrúi færðist frá D-lista yfir á B-lista þannig framboðin eru með þrjá fulltrúa hvort.
„Við gefum okkur núna einhvern tíma í að vinna drög að málefnasamningi og hvernig við ætlum að vinna saman. Ég er bjartsýn á að góð samvinna náist milli okkar og eining um hvernig best sé að nálgast verkefnin sem framundan eru,“ segir Jónína Brynjólfsdóttir, oddviti Framsóknarflokks.