Sjálfstæðisflokkur og framsókn ræða saman í Fjarðabyggð
Höfundur: Gunnar Gunnarsson • Skrifað: .
Formlegar viðræður milli Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins um myndun meirihluta í Fjarðabyggð hefjast í dag. Agl.is fékk þetta staðfest í morgun. Fyrsti fundurinn verður síðar í dag. Sjálfstæðisflokkurinn var sigurvegari kosninganna í Fjarðabyggð um helgina og bætti við sig manni á kostnað Fjarðalistans. Framsóknarflokkurinn hélt sínum tveimur bæjarfulltrúum.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.