Sjómannadagsblað Austurlands 2010 er komið út

Það er 16. árgangur Sjómannadagsblaðs Austurlands sem nú lítur dagsins ljós og er um 90 blaðsíður að stærð. Hátt á annað hundrað nýrra og gamalla ljósmynda prýða blaðið en efnið tengist sjómennsku og útgerð á Austurlandi, fyrr og síðar.

forsida_sjoaust_2010_.jpgÁ meðal efnis í Sjómannadagsblaði Austurlands í ár er ítarleg frásögn af hörmulegu sjóslysi er Eskifjarðarbáturinn Hrönn SH-149 fórst í mynni Reyðarfjarðar árið 1979. Sex sjómenn voru um borð og fórust þeir allir en Hrönn var að koma af vertíð frá Breiðdalsvík.

Í blaðinu er einnig myndræn frásögn frá því er Fáskrúðsfirðingurinn Albert Kemp fór þrjá siglingatúra með Vetti SU-103 haustið 1957 og Eskfirðingurinn Guðni Ölversson rifjar upp síldveiðitúra í Norðursjónum sumarið ´68. Heimir Þór Gíslason segir frá kynnum sínum af íslenskum Neanderdalsmanni og Ingvar Níelsson segir sögur af samferðamönnum hans á Norðfirði í kringum 1950.

Haraldur Bjarnason, fyrrum fréttamaður RÚV, kallar fram minningabrot að austan og lesendur fá að kynnast sjóarabloggi samtímans. Hilmar Snorrason, skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna, ritar um slysavarnir í 25 ár og lesendur fá að kynnast, með hjálp á þriðja tug ljósmynda, hvernig kolmunnahol gengur fyrir sig. Margt fleira mætti telja.

Ritstjóri Sjómannadagsblaðs Austurlands er Kristján J. Kristjánsson, frá Norðfirði.kristjan_j_kristjansson.jpg

Blaðið fer í söludreifingu um allt Austurland nú um helgina en þeir sem ekki búa á Austurlandi geta nálgast það á Grandakaffi í Rekjavík eða pantað á vefnum www.sjoaust.is <http://www.sjoaust.is/>  og þurfa viðtakendur ekki að greiða sendingarkostnað.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.