Sjö í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 01. feb 2022 09:20 • Uppfært 01. feb 2022 09:21
Sjö gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Framboðsfrestur rann út fyrir helgi.
Kosið verður um fjögur efstu sæti listans í prófkjörinu sem fram fer 26. febrúar. Þá verður einnig hægt að kjósa utankjörfundar á skrifstofu flokksins í Valhöll í Reykjavík.
Frambjóðendur eru:
Heimir Snær Gylfason, framkvæmdastjóri
Helgi Laxdal Helgason, sérfræðingur
Jóhanna Sigfúsdóttir, viðskiptafræðingur
Kristinn Þór Jónasson, verkstjóri
Ragnar Sigurðsson, framkvæmdastjóri
Sigurjón Rúnarsson, sjúkraþjálfari
Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, leikskólastjóri