Skemmtiferðaskip á Seyðisfjörð
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 20. maí 2010 23:27 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Skemmtiferðaskipið Athena lagðist að bryggju við Strandarbakka á Seyðisfirði í morgun. Athena er þó ekki fyrsta skemmtiferðaskipið sem kemur til landins þetta árið. Skemmtiferðaskipið National Geographic Explorer kom til Djúpavogs í gær með 150 farþega og lagðist að bryggju í Gleðivík.
Athena sem er 16.144 tonn að stærð, lagðist að bryggju við Strandarbakka á Seyðisfirði í morgun með rúmlega 500 farþega innanborðs. Farþegarnir sem flestir voru enskir fóru í skoðunarferðir til Borgarfjarðar eystri og í gönguferðir um Seyðisfjörð undir leiðsögn.