Skerða raforku til stóraðila á borð við Alcoa Fjarðaáls

Rúmur mánuður er síðan öllu notendum ótryggrar orku austanlands var tilkynnt um raforkuskerðingar til þeirra næstu mánuðina. Nú hefur stórnotendum sem greiða fyrir trygga raforku verið tilkynnt það sama.

Þetta var opinberað seint í dag þegar Landsvirkjun sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis en skerðingin nú hefur eingöngu áhrif á stórnotendur austan- og norðanlands en áður hafði verið tilkynnt um skerðingar til stórnotenda suðvestanlands. Í hópi þeirra sem verða fyrir skerðingum nú og það jafnvel allt fram í maímánuð er Alcoa Fjarðaál á Reyðarfirði auk aðila á borð við PCC Bakka á Húsavík og tveggja stærri fyrirtækja á Akureyri.

Í tilkynningunni segir að þurrkatíð hafi verið bæði fyrir norðan og austan land sem hafi valdið lækkun bæði í Blöndulóni og í Hálslóni en hið síðarnefnda er miðlunarlón Kárahnjúkavirkjunar. Gripið hafi verið til þessa ráðs til að verja þá lágu vatnsstöðu sem nú er raunin. Hins vegar séu snjóalög almennt yfir meðallalagi á svæðinu og útlit gott þegar leysingar hefjast með vorinu. Það veltur á þeim leysingum hversu lengi skerðingar vari yfir en það geti verið allt fram í maí.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.