Skerðingar á rafmagni munu vara lengur fram á vorið

Miðlunarstaða Hálslóns er með því allra lægsta sem sést hefur alla tíð frá gangsetningu Fljótsdalsvirkjunar árið 2007. Vegna þess og svipaðrar stöðu í öðrum lónum landsins þarf Landsvirkjun að skerða áfram raforku til viðskiptavina lengur en vonast var til.

Þetta kemur fram í tilkynningu sem Landsvirkjun sendi frá sér fyrr í morgunn. Þar segir að stofnunin eigi engra annarra kosta völ en framlengja skerðingar á raforku lengur fram á vorið en upphaflega var vonast til. Slíkt bitnar bæði á notendum tryggrar og ótryggrar orku.

Skerðingar vegna bágrar stöðu lóna hófust snemma á árinu austanlands en slíkt hefur til dæmis þýtt að mörg stærri fyrirtæki sem og fjarvarmaveitur sveitarfélaga á borð við Fjarðabyggð hafa annaðhvort þurft að brúka olíu ellegar beinlínis skerða starfsemi sína eða þjónustu.

Ekki er tekið fram hversu lengi þarf að beita skerðingum enda velti það á vorleysingum með komandi hlýindum. Tíðarfarið í vetur í vatnabúskap Landsvirkjunar hafi verið einstaklega óhagstætt enda að mestu verið kalt og þurrt víðast á landinu. Vonast var eftir að draga mætti úr skerðingum strax í byrjun maí en nú ljóst að það mun taka lengri tíma.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.