Skilorðsbundin refsing fyrir brot gegn lögreglu

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt mann í skilorðsbundið fangelsi og til að greiða skaðabætur fyrir árás gegn lögregluþjóni og skemmd á lögreglubíl.

Lögregla var kölluð til á heimili viðkomandi að kvöldi föstudagsins 12. janúar í fyrra. Þar var hann handtekinn og færður í lögreglubíl.

Þar áttu sér stað þau brot sem ákært er fyrir og dæmt. Annars vegar hrækti ákærði í auga lögregluþjóns og barði höfði sínu ítrekað í afturrúðu bílsins þannig hún brotnaði.

Fyrir dóminum lá upptaka af samskiptum lögregluþjónanna við einstaklinginn auk skýrslna og ljósmynda lögreglu. Illa gekk að birta viðkomandi fyrirkall og hann sótti ekki dóminn en sendi tölvupóst um að hann myndi ekki halda uppi vörnum.

Dómurinn taldi fullnægjandi sannanir fyrir brotunum. Ákærði var dæmdur í 45 daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára. Þá samþykkti dómurinn skaðabótakröfu lögreglustjórans á Austurlandi upp á tæpar 100.000 krónur vegna eignaspjalla. Embætti héraðssaksóknara sótti málið.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.