Skiptum lokið á Kaupfélagi Vopnfirðinga

vopnafjordur.jpg
Skiptum er lokið á þrotabúi Kaupfélags Vopnfirðinga sem úrskurðað var gjaldþrota árið 2004. Tæp 17% fengust upp í kröfur í búið. Töluverðan tíma tók að selja allar eignir og ganga frá skiptum á búinu.

Heildarkröfur í búið námu 144 milljónum króna. Upp í forgangskröfur fengust 5 milljónir af 6,4 sem lýst var, upp í veðkröfur 18,9 milljónir af 102,4 en ekkert í aðrar kröfur upp á 35,2 milljónir króna. Alls fengust því tæpar 24 milljónir upp heildarkröfurnar eða 16,7%.

Kaupfélagið var stofnað árið 1908 og rak verslun á Vopnafirði allt þar til það varð gjaldþrota haustið 2004. Það hafði lengi glímt við rekstrarörðugleika. Árið 1990 gekk það til dæmis í gegnum nauðasamninga.

Á tuttugustu öldinni var félagið einn helsti atvinnurekandinn á Vopnafirði, rak slátur- og frystihús, bifreiðaverkstæði og trésmiðju ásamt því að eiga hlut í ýmsum fyrirtækjum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.