Skipuleggja tuttugu nýjar athafnalóðir
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. apr 2022 18:39 • Uppfært 28. apr 2022 18:40
Fjarðabyggð hefur auglýst tillögu að deiliskipulagi fyrir svæðið næst gangamunna Norðfjarðarganga Eskifjarðarmegin. Þar er gert ráð fyrir 22 lóðum undir athafnastarfsemi og léttan iðnað.
Um er að ræða 4,8 hektara svæði fyrir utan vegin í átt að bænum. Svæðið kallast Dalur og verða þar þrjár götur: Dalbraut, Daltún og Dalbrekka. Á meðan gangagerðinni stóð var þar geymslusvæði auk þess sem efni úr göngunum var sett þar út.
Þar verða alls 22 lóðir undir athafnastarfsemi og léttan iðnað sem felur í sér litla mengun. Í tillögunni segir að þar sé til dæmis hreinleg verkstæði, bílasölur, umboðs- eða heildverslanir en einnig starfsemi sem krefst þungaflutninga svo sem vörugeymslur og matvælaiðnaður.
Tveimur lóðum hefur þegar verið ráðstafað. Á annarri þeirra eru fyrir veitumannvirki en hin er ætluð undir móttökustöð fyrir sorp. Minnstu lóðirnar eru um 800 fermetrar að stærð en sú stærsta 3.4000 fermetrar. Nýtingarhlutfall er 0,2-0,5.
Frestur til að senda inn athugasemdir við tillögurnar er til 25. maí.
Svæðið snemma á tíma gangagerðarinnar. Mynd úr safni.