Skip to main content

Skólarnir á Djúpavogi sameinaðir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 16. mar 2011 16:51Uppfært 08. jan 2016 19:22

djupivogur.jpgSveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur samþykkt að sameina rekstur leik-, grunn- og tónskólans á Djúpavogi með einum skólastjóra. Breytingarnar eiga að skila bæði rekstrarlegum og faglegum ávinningi.

 

Í fundargerð frá seinasta fundi kemur fram að þetta sé gert eftir miklar umræður og höfðu samráði við skólastjórnendur, formann Kennarasambands Íslands og fleiri. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, sem stýrt hefur grunnskólanum árum saman, verður skólastjóri hinnar nýju stofnunar.

„Sveitarstjórn óskar þess í framhaldi að allir sem hlut eiga að máli og tengjast málefnum skólans með einum eða öðrum hætti leggist á eitt við að sameining þessi gangi sem best eftir, skólastarfinu, nemendum og starfsfólki til heilla.“