Skólarnir á Djúpavogi sameinaðir

djupivogur.jpgSveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur samþykkt að sameina rekstur leik-, grunn- og tónskólans á Djúpavogi með einum skólastjóra. Breytingarnar eiga að skila bæði rekstrarlegum og faglegum ávinningi.

 

Í fundargerð frá seinasta fundi kemur fram að þetta sé gert eftir miklar umræður og höfðu samráði við skólastjórnendur, formann Kennarasambands Íslands og fleiri. Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, sem stýrt hefur grunnskólanum árum saman, verður skólastjóri hinnar nýju stofnunar.

„Sveitarstjórn óskar þess í framhaldi að allir sem hlut eiga að máli og tengjast málefnum skólans með einum eða öðrum hætti leggist á eitt við að sameining þessi gangi sem best eftir, skólastarfinu, nemendum og starfsfólki til heilla.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.