Skip to main content

Skora á Fjarðabyggð að koma til móts við öll kyn í Verkmenntaskóla Austurlands

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 09. feb 2022 13:59Uppfært 09. feb 2022 14:03

Trans, intersex og kynsegin fólk situr ekki við sama borð og aðrir nemendur við Verkmenntaskóla Austurlands að mati jafnréttisteymis skólans. Biðlað er til Fjarðabyggðar að gera bragarbót á.

Töluvert vantar upp á að íþróttamannvirki Verkmenntaskóla Austurlands henti öllum kynjum að mati teymis skólans en send hefur verið áskorun vegna þessa til sveitarstjórnar Fjarðabyggðar. Einungis sé búningsaðstaða fyrir sískynja fólk í íþróttahúsi og sundlaug í Neskaupstað.

Þar vísar jafnréttisteymið sérstaklega til jafnréttisáætlunar en þar stendur að allir skuli jafnir vera fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis en rannsóknir hafa sýnt að margir hinsegin nemendur finna til óöryggis í skólum og forðist beinlínis svæði þar sem þau finni sig óvelkomin. Þar sérstaklega tiltekin svæði á borð við búningsklefa og salerni.

Bæjarráð Fjarðabyggðar hefur tekið málið fyrir og sent áfram á allnokkrar nefndir sem málinu tengjast til frekari umfjöllunar.

Sís/sískynja fólk: Fólk sem býr yfir kynvitund sem er í samræmi við það kyn sem því var úthlutað við fæðingu