Öskufall í Másseli í Jökulsárhlíð

Heimilisfólk í Máseli í Jökulsárhlíð tók eftir að aska frá Eyjafjallajökli fór að berast með suðvestlægum vindum.  ,,Það var svona upp úr klukkan sjö í morgun sem þetta byrjaði og stóð fram undir klukkan ellefu", sagði Sunna Þórarinsdóttir í Másseli.

massel.jpg,,Bílrúður eru með svona öskugrárri slikju og það sést vel ef strokið er fingri yfir, þetta er svona eins og eftir moldrok, einnig eru hvítar kluggakistur með gráum lit og sést einnig vel ef strokið er yfir. Ég fór út klukkan þrjú í nótt þá var þetta ekki byrjað. Þetta er ekki þykkt aðeins svona slikja sem setur lit á allt sem það sest á.  Það var rigning í morgun þegar þetta byrjaði svo þetta klesstist á allt.  Þetta var svona bakki sem kom út með fjallinu, svona venjulegt mistur eins og við erum vön er bláleitt en þetta var grátt og myndaði svona dökkt mistur eða bólstur sem lá út með fjallinu, út fjallið og alveg út á Hellisheiði", sagði Sunna.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.