Skip to main content

Íslandspóstur tilbúinn í viðræður

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 15. sep 2010 22:26Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageÍslandspóstur er tilbúinn í viðræður við sveitarfélagið Fjarðbyggð um framtíð afgreiðslu fyrirtækisins á Stöðvarfirði. Allir möguleikar koma til greina.

 

Á fjölmennum íbúafundi á Stöðvarfirði í seinasta mánuði lýsti talsmaður Íslandspósts því yfir að fyrirtækið væri tilbúið að skoða ýmsa möguleika sem þar voru nefndir þótt afgreiðsla fyrirtækisnis hefði lokað um mánaðarmótin.

Þetta er ítrekað í svarbréfi Íslandspóts til bæjarráðs Fjarðabyggðar. Þar kemur fram að Pósturinn sé tilbúinn að skoðan „alla möguleika þótt ekki verði haldið uppi póstafgreiðslu með óbreyttu sniði.“

Í bókun sinni fagnar bæjarráð góðum undirtektum Íslandspósts og ætlar að kalla til formlegra viðræðna við fyrirtækið síðar á árinu.

Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri pósthúsasviðs, sagði á íbúafundinum að ákvörðun Landsbankans að loka afgreiðslu sinni á Stöðvarfirði hefði verið kveikjan að ákvörðun Póstsins en fyrirtækin voru í sama húsinu. Ef Landsbankinn endurskoðaði sína afstöðu kæmi til greina að Pósturinn gerði það einnig.