Slapp án teljandi meiðsla eftir bílveltu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 14. júl 2025 10:49 • Uppfært 14. júl 2025 10:50
Ökumaður í fólksbíl slapp án teljandi meiðsla þegar bíll hans valt á Upphéraðsvegi, á Strandarhálsi, í morgun.
Helgin hjá lögreglunni á Austurlandi var annars tíðindalítil. Á Vopnafirði var haldin bæjarhátíðin Vopnaskak sem fór vel fram.
Annars voru engin sérstök mál hjá lögreglu, aðeins hefðbundið eftirlit.