Slasaðist alvarlega á vélsleða
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. apr 2011 12:59 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Karlmaður á fimmtugsaldri liggur á gjörgæsludeild Landspítalans í Reykjavík eftir að hafa slasast alvarlega á vélsleða á Tröllafjalli í Áreyjardal inn af Reyðarfirði um hádegisbilið í gær. Hann er ekki talinn í lífshættu.
Maðurinn ók sleðanum yfir grjóturð með þeim afleiðingum að hann féll af sleðanum. Björgunarsveitir frá Reyðarfirði, Fáskrúðsfirði, Eskifirði, Héraði og Breiðdalsvík voru kallaðar út. Á þriðja tug björgunarsveitarmanna tóku þátt í að ná í manninn en félagar hans hlúðu að honum á meðan.
Fyrst var farið með manninn á Heilsugæsluna á Egilsstöðum en honum var síðar flogið til Reykjavíkur.
Fyrst var farið með manninn á Heilsugæsluna á Egilsstöðum en honum var síðar flogið til Reykjavíkur.