Slasaður vélsleðamaður á gjörgæslu
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 24. mar 2011 10:28 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Vélsleðamaður, sem slasaðist á Fjarðarheiði seinni partinn í gær var fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum á Landsspítalann þar sem hann liggur á gjörgæsludeild. Hann er sagður á batavegi.
Björgunarsveitir frá Egilsstöðum og Seyðisfirði voru á sjötta tímanum í gær kallaðar út þegar tilkynnt var um slasaðan vélsleðamann fyrir ofan Vestdal á Fjarðarheið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og náði í manninn rétt fyrir klukkan átta. Hún flutti hann niður í Egilsstaði þar sem sjúkraflugvél beið hans. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni að því er fram kemur á vef Landsbjargar.