Orkumálinn 2024

Slasaður vélsleðamaður á gjörgæslu

Vélsleðamaður, sem slasaðist á Fjarðarheiði seinni partinn í gær var fluttur með sjúkraflugi frá Egilsstöðum á Landsspítalann þar sem hann liggur á gjörgæsludeild. Hann er sagður á batavegi.

 

Björgunarsveitir frá Egilsstöðum og Seyðisfirði voru á sjötta tímanum í gær kallaðar út þegar tilkynnt var um slasaðan vélsleðamann fyrir ofan Vestdal á Fjarðarheið. Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út og náði í manninn rétt fyrir klukkan átta. Hún flutti hann niður í Egilsstaði þar sem sjúkraflugvél beið hans. Um þrjátíu björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðinni að því er fram kemur á vef Landsbjargar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.