Síldarvinnslan gefur gjafir

Síldarvinnslan hf. færði á dögunum íbúum Breiðabliks sem eru íbúðir aldraðra á Norðfirði, 47" flatskjá að gjöf.  Verið var að lagfæra matsal Breiðabliks og vantaði sárlega sjónvarp þar inn.  Margir af íbúum Breiðabliks hafa tengdst Síldarvinnslunni í gegnum árin og því þótti þeim við hæfi að færa þeim þessa gjöf.

 

breidablik_svn_kroppud.jpgÞað er gott til þess að vita að mitt í fréttafárinu af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, hvar fram kemur hvernig stóru fyrirtækin í landinu sköruðu auð að sér og sínum, algerlega úr hófi fram, sem að endingu setti efnahag þjóðarinnar á hliðina, skuli enn vera til fyrirtæki eins og Síldarvinnslan sem lætur þá sem unnið hafa hjá henni, tengst henni og reynst henni vel njóta þess þegar vel árar.

Í tilefni endurbóta á húsnæði Breiðabliks íbúða aldraðra á Norðfirði kom í ljós að sjónvarp vantaði í húsið.  Síldarvinnslan brást skjótt við og færði íbúunum 47" flatskjá að gjöf. 

Það er umhugsunar og þakkarvert þegar fyrirtæki bregðast við á þennan hátt mitt í ,,kreppunni" sem því miður er af mannavöldum og ekki síður vegna hegðunar bankanna og stórfyrirtækja í landinu.  Þær lýsa upp svona fréttir innan um hrun og rannsóknarskýrslufréttirnar.

Það er gott til þess að vita að það hafa ekki öll fyrirtæki í landinu tapað sér í græðgi og grímulausri sjálfhyggju fyrir sér og sína.  Eftirtektarvert er með hvaða huga svona gjafir eru afhentar.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar kemur fram ,,Margir af íbúum Breiðabliks hafa tengdst Síldarvinnslunni í gegnum árin og því þótti okkur við hæfi að færa þeim þessa gjöf".  Þetta hefðu kannski fleiri fyrirtæki í landinu þurft að hafa í huga meðan allir voru að elta gullkálfinn pappírspeningum búna fljótandi sofandi að feigðarósi.  Þá væri staðan kannski á annan veg en er í þjóðfélaginu.

Einnig var við sama tækifæri, aðalfundar Síldarvinnslunnar, Björgunarsveinni Gerpi á Norðfirði færður fjárstyrkur að upphæð 1.000.000.-, til kaupa á nýjum harðbotna gúmmíbát.  ,,Mikið öryggi er í því fyrir Síldarvinnsluna sem og alla bæjarbúa að sveitin sé vel tækjum búin" segir einnig á heimasíðu félagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.