Skip to main content

Síldarvinnslan gefur gjafir

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 14. apr 2010 14:36Uppfært 08. jan 2016 19:21

Síldarvinnslan hf. færði á dögunum íbúum Breiðabliks sem eru íbúðir aldraðra á Norðfirði, 47" flatskjá að gjöf.  Verið var að lagfæra matsal Breiðabliks og vantaði sárlega sjónvarp þar inn.  Margir af íbúum Breiðabliks hafa tengdst Síldarvinnslunni í gegnum árin og því þótti þeim við hæfi að færa þeim þessa gjöf.

 

breidablik_svn_kroppud.jpgÞað er gott til þess að vita að mitt í fréttafárinu af skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis, hvar fram kemur hvernig stóru fyrirtækin í landinu sköruðu auð að sér og sínum, algerlega úr hófi fram, sem að endingu setti efnahag þjóðarinnar á hliðina, skuli enn vera til fyrirtæki eins og Síldarvinnslan sem lætur þá sem unnið hafa hjá henni, tengst henni og reynst henni vel njóta þess þegar vel árar.

Í tilefni endurbóta á húsnæði Breiðabliks íbúða aldraðra á Norðfirði kom í ljós að sjónvarp vantaði í húsið.  Síldarvinnslan brást skjótt við og færði íbúunum 47" flatskjá að gjöf. 

Það er umhugsunar og þakkarvert þegar fyrirtæki bregðast við á þennan hátt mitt í ,,kreppunni" sem því miður er af mannavöldum og ekki síður vegna hegðunar bankanna og stórfyrirtækja í landinu.  Þær lýsa upp svona fréttir innan um hrun og rannsóknarskýrslufréttirnar.

Það er gott til þess að vita að það hafa ekki öll fyrirtæki í landinu tapað sér í græðgi og grímulausri sjálfhyggju fyrir sér og sína.  Eftirtektarvert er með hvaða huga svona gjafir eru afhentar.

Á heimasíðu Síldarvinnslunnar kemur fram ,,Margir af íbúum Breiðabliks hafa tengdst Síldarvinnslunni í gegnum árin og því þótti okkur við hæfi að færa þeim þessa gjöf".  Þetta hefðu kannski fleiri fyrirtæki í landinu þurft að hafa í huga meðan allir voru að elta gullkálfinn pappírspeningum búna fljótandi sofandi að feigðarósi.  Þá væri staðan kannski á annan veg en er í þjóðfélaginu.

Einnig var við sama tækifæri, aðalfundar Síldarvinnslunnar, Björgunarsveinni Gerpi á Norðfirði færður fjárstyrkur að upphæð 1.000.000.-, til kaupa á nýjum harðbotna gúmmíbát.  ,,Mikið öryggi er í því fyrir Síldarvinnsluna sem og alla bæjarbúa að sveitin sé vel tækjum búin" segir einnig á heimasíðu félagsins.