Skip to main content

Síldarvinnslan kaupir Margréti EA

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 11. maí 2010 11:26Uppfært 08. jan 2016 19:21

Síldarvinnslan á Norðfirði hefur keypt fjölveiðiskipið Margréti EA 710 af Samherja. Skipið mun fá nafnið Beitir NK 123 og verða gert út til veiða á uppsjávarfiski, til dæmis síld og makríl.

margret_beitir.jpgFram kemur á heimasíðu Síldarvinnslunnar að Margrét EA 710 var smíðuð í Noregi árið 1998 og er 2.188 brúttótonn, 1.270 brúttórúmlestir og 71,1 metri að lengd og 13 metrar að breidd. 

Skipið verður nefnt Beitir NK-123 og skipstjóri verður Sturla Þórðarson, skipstjóri á móti Sturlu verðu Hálfdán Hálfdánarson. 

Skipið hefur verið í verkefnum niður við Afríku en er væntanlegt heim í kringum hvítasunnuna og mun hefja veiðar fyrir Síldarvinnsluna fyrir mánaðarmót í norsk-íslenskri síld og makríl.

„Þessi fjárfesting Síldarvinnslunnar byggir á því að sjárvarútvegsráðherra hefur úthlutað veiðiheimildum í makríl fyrir þetta árið.  Síldarvinnslan mun reyna að hámarka verðmæti þess afla sem fyrirtækið hefur aðgang að og eru kaupin á Margréti EA liður í því," segir á vef Síldarvinnslunnar.