Skip to main content

Síldarvinnslan sat uppi með skaðann af eld-Hafinu

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 07. ágú 2010 23:33Uppfært 08. jan 2016 19:21

ImageSíldarvinnslan bar tugmilljóna skaða af skemmdum sem urðu á gamla frystihúsinu í Neskaupstað við tökur á lokaatriði kvikmyndarinnar Hafið árið 2001, þrátt fyrir að dómur í málinu hafi fallið fyrirtækinu í hag.

 

Frá þessu er greint í nærmynd um Baltasar Kormák, leikstjóra myndarinnar, í helgarblaði DV. Kveikt var í húsinu við tökur á lokasenu myndarinnar. Eldurinn fór úr böndunum og húsið eyðilagðist.

Síldarvinnslan, sem átti húsið, stefndi kvikmyndafyrirtæki Baltasars Sögn ehf.. Árið 2004 var því gert að greiða Síldarvinnslunni 73 milljónir í skaðabætur og 3,5 milljónir í málskostnað.

Sögn lýsti því yfir að félagið ætti enga fjármuni til að greiða bæturnar en gæti reitt fram 14 milljónir upp í þær. Síldarvinnslan tók við þeim.

Sögn ætlaði að sækja bætur til tryggingafélagsins Sjóvár Almennra. Það endaði fyrir dómi sem úrskurðaði að eldsvoðinn félli ekki undir skilmála þeirrar tryggingar sem keypt var.

Síldarvinnslan situr því uppi með tjónið af brunanum sem haft er eftir forsvarsmönnum þess að nemi tugum milljóna króna.