Sleppingar úr eldi Arctic Fish óafsakanlegar

Gunnþór Ingvason, forstjóri Síldarvinnslunnar, segir að grípa verði til aðgerða til að koma í veg fyrir að fiskur sleppi úr kvíum Arctic Fish á Vestfjörðum eða þar breiðist aftur út laxalús eins og gerðist í haust. Það verði að gerast þannig að áfram verði hægt að byggja upp fiskeldi sem stoð í íslensku efnahagslífi.

Þetta kom fram í máli Gunnþórs þegar hann kynnti uppgjör þriðja ársfjórðungs Síldarvinnslunnar í síðustu viku. Hún eignaðist sumarið 2022 þriðjung hlut í eldisfyrirtækinu sem lent hefur í ýmsum skakkaföllum á þessu ári.

Í febrúar braust út mikill eldur í nýbyggingu seiðaeldisstöðvar félagsins í Tálknafirði sem Gunnþór sagði seinka vexti félagsins.

Í ágúst var ljóst að göt hefðu komið á eldiskvíar í Patreksfirði. Matvælastofnun kærði málið til lögreglunnar með ósk um opinbera rannsókn á gáleysi stjórnenda fyrirtækisins.

Gunnþór sagði sleppingarnar „ekki afsakanlegar með neinum hætti. Við viljum ekki að fiskeldi sé þannig byggt upp hérlendis. Það á að vera hægt að koma í veg fyrir sleppingar þótt það sé aldri hægt að útiloka slys. Við munum gera allt í sem í okkar valdi stendur til að koma í veg fyrir slíkt. Þetta er engan vegin ásættanlegt,“ sagði hann.

Um síðustu mánamót kom síðan upp skæður laxalúsarfaraldur í kvíum í Tálknafirði. Þar þarf að slátra öllum fiskinum. Gunnþór sagði að skerða þyrfti á „öllum verkferlum“ innan eldisfyrirtækisins og koma fyrr í veg fyrir að lúsin nái sér á strik.

Gunnþór sagði þessa atburði hafa leitt til þess að afkoma Arctic Fish væri neikvæð um 16,2 milljónir evra eða tæplega 2,5 milljarða króna það sem af er ári. Hann ítrekaði að bætt yrði úr því bæði væri um að ræða hagsmuni fyrirtækisins og þjóðarbúsins að eldið gengi vel.

„Það er mikið verkefni framundan um að bæta alla verkferla og koma í veg fyrir tjón eins og orðið hefur. Að sama skapi er mikilvægt að að fiskeldi, hvort sem er er hjá Arctic Fish eða á Íslandi, komist vel á legg. Það er gríðarlega mikilvægt gjaldeyrissköpun sem skiptir máli að viðhalda lífskjörum úr landinu. Þess vegna verður það að bæta ráð sitt og verkferla eftir að hafa farið í gegnum áföll.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.