Sláttur byrjaður í Fljótsdal
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 16. jún 2010 09:07 • Uppfært 08. jan 2016 19:21
Bændurnir á Brekku í Fljótsdal, Hallgrímur Þórhallsson og Anna Bryndís Tryggvadóttir hafa hafið slátt, bæði heima á Brekku og á Skriðuklaustri.
Að sögn Hallgríms er ágæt spretta og þetta er óvenju snemmt sem sláttur hefst í Fljótsdal nú, tíðin hefur verið góð en þau tún sem búið er að slá voru alfriðuð. ,,Það er allt svona hálfum mánuði á undan því sem verið hefur miðað við undanfarin ár", segir Hallgrímur.