Snjó kyngir niður á Austurlandi: Ófært og óveður á Fjarðarheiði

egs_snjor_23052011.jpgSannkallað vetrarríki ríkir víða á Austurlandi þótt mánuður sé frá sumardeginum fyrsta. Ófært er til Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar og Vopnafjarðar.

 

Ófært er og óveður á Fjarðarheiði og beðið með mokstur. Eins er ófært á Hellisheiði og Vopnafjarðarheiði, Mjóafjarðarheiði og Vatnsskarði eystra. Þungfært er og stórhríð á Sandvíkurheiði. Hálkublettir eru á Oddsskarði, Breiðdalsheið og Öxi og skafrenningur. Sömu sögu er að segja af Möðrudalsöræfum. Þar er takmarkað skyggni.

Spáð er norðanátt og snjókomu og síðar slyddu í dag. Vindur verður 10-18 m/s. Ekki er gert ráð fyrir að lægi eða stytti upp fyrr en upp úr hádegi á morgun. Hiti verður um og yfir frostmarki. Varað er við snörpum vindkviðum, 30-40 m/s, á þjóðveginum frá Suðursveit og austur í Berufjörð fram undir kvöld.

Þá liggja flugsamgöngur niðri vegna gossins í Grímsvötnum en vonast er til að hægt verði að byrja að fljúga innanlands síðdegis.

Fundi MATÍS með félagi smábátaeiganda, sem vera átti á Hótel Héraði klukkan 20:00 í kvöld, hefur verði frestað um viku.

egs_23052011_2.jpgegs_23052011_3.jpg

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.