Snjó kyngir niður á Austurlandi: Ófært og óveður á Fjarðarheiði
Sannkallað vetrarríki ríkir víða á Austurlandi þótt mánuður sé frá sumardeginum fyrsta. Ófært er til Borgarfjarðar, Seyðisfjarðar og Vopnafjarðar.
Ófært er og óveður á Fjarðarheiði og beðið með mokstur. Eins er ófært á
Hellisheiði og Vopnafjarðarheiði, Mjóafjarðarheiði og Vatnsskarði
eystra. Þungfært er og stórhríð á Sandvíkurheiði. Hálkublettir eru á
Oddsskarði, Breiðdalsheið og Öxi og skafrenningur. Sömu sögu er að segja
af Möðrudalsöræfum. Þar er takmarkað skyggni.
Spáð er norðanátt og snjókomu og síðar slyddu í dag. Vindur verður 10-18
m/s. Ekki er gert ráð fyrir að lægi eða stytti upp fyrr en upp úr
hádegi á morgun. Hiti verður um og yfir frostmarki. Varað er við snörpum
vindkviðum, 30-40 m/s, á þjóðveginum frá Suðursveit og austur í
Berufjörð fram undir kvöld.
Þá liggja flugsamgöngur niðri vegna gossins í Grímsvötnum en vonast er til að hægt verði að byrja að fljúga innanlands síðdegis.
Fundi MATÍS með félagi smábátaeiganda, sem vera átti á Hótel Héraði klukkan 20:00 í kvöld, hefur verði frestað um viku.