Snjóflóðavarnir boðnar út fljótlega

nesk.jpgRíkisstjórn Íslands hefur samþykkt 350 milljóna króna fjárveitingu úr Ofanflóðasjóði til að byggja upp snjóflóðavarnagarða ofan við Neskaupstað. Verkið á bjóða út strax.

 

Bæjaryfirvöld í Fjarðbyggð hafa seinustu vikur þrýst á um að ráðist verði í framkvæmdirnar í Neskaupstað. Til þess hafa þau hlotið stuðnings þingmanna Norðausturkjördæmis sem tóku málið upp á þingi.

Framkvæmdunum var frestað í fyrra vegna tilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um samdrátt ríkisfjármála. Upphaflega átti að fresta framkvæmdunum um fjögur ár.

Eignir Ofanflóðasjóðs eru metnar á sjö milljarða króna sem bera umtalsverða vexti. Gagnrýnt hefur verið að þeir safnist upp í stað þess að nýta þá til atvinnusköpunar.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.