Snjóflóðavarnir boðnar út fljótlega
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 30. nóv 2010 16:45 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Ríkisstjórn Íslands hefur samþykkt 350 milljóna króna fjárveitingu úr
Ofanflóðasjóði til að byggja upp snjóflóðavarnagarða ofan við
Neskaupstað. Verkið á bjóða út strax.
Bæjaryfirvöld í Fjarðbyggð hafa seinustu vikur þrýst á um að ráðist verði í framkvæmdirnar í Neskaupstað. Til þess hafa þau hlotið stuðnings þingmanna Norðausturkjördæmis sem tóku málið upp á þingi.
Framkvæmdunum var frestað í fyrra vegna tilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um samdrátt ríkisfjármála. Upphaflega átti að fresta framkvæmdunum um fjögur ár.
Eignir Ofanflóðasjóðs eru metnar á sjö milljarða króna sem bera umtalsverða vexti. Gagnrýnt hefur verið að þeir safnist upp í stað þess að nýta þá til atvinnusköpunar.
Framkvæmdunum var frestað í fyrra vegna tilmála Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um samdrátt ríkisfjármála. Upphaflega átti að fresta framkvæmdunum um fjögur ár.
Eignir Ofanflóðasjóðs eru metnar á sjö milljarða króna sem bera umtalsverða vexti. Gagnrýnt hefur verið að þeir safnist upp í stað þess að nýta þá til atvinnusköpunar.