Skip to main content

Snjómokstur fyrir milljarð boðinn út

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 18. apr 2023 14:55Uppfært 18. apr 2023 14:58

Tilboð í vetrarþjónustu, snjómokstur og hálkuvarnir, á níu leiðum á Austurlandi til næstu þriggja ára voru nýverið opnuð hjá Vegagerðinni. Samanlögð upphæð lægstu tilboða er yfir einum milljarði króna.


Um er að ræða leiðir allt frá Höfn norður að Einarsstöðum í Reykjadal. Þaðan er mokað að Möðrudalsöræfum.

Þ.S. Verktakar á Egilsstöðum eru með flesta einstaka leggi, þrjá talsins en tveir leggir koma í hlut SG Véla á Djúpavogi.

Samanlagt verðmæti lægstu tilboða nemur rúmlega 1.033 milljónum króna. Áætlaður verktakakostnaður var tíu milljónum hærri.

Útboðið gildir til næstu þriggja ára, 2023-2026 með möguleika á framlengingu til tveggja ára í senn.

LeiðLægstbjóðandiTilboðÁætlaður kostnaðurAkstur á ári
Djúpivogur - Höfn SG Vélar, Djúpavogi 63.750.000 kr. 61.900.650 kr. 12.100 km
Breiðdalsvík - Djúpivogur SG Vélar, Djúpavogi 56.250.000 kr. 55.418.250 kr. 10.500 km
Reyðarfjörður - Breiðdalsvík Vöggur, Fáskrúðsfirði 77.823.250 kr. 76.740.300 kr. 15.200 km
Reyðarfjörður - Neskaupstaður Rúnar Gunarsson, Neskaupstað 73.556.250 kr. 72.538.800 kr. 14.200 km
Fagridalur Þ.S. Verktakar, Egilsstöðum 117.450.000 kr. 107.645.700 kr. 22.800 km
Fljótsdalshérað - Vatnsskarð Þ.S. Verktakar, Egilsstöðum 157.770.000 kr. 141.958.500 kr. 28.000 km
Vopnafjörður Steiney, Vopnafjörður 171.270.000 kr. 186.124.500 kr. 39.000 km
Hérað - Fjöllin Þ.S. Verktakar, Egilsstöðum 170.100.000 kr. 160.264.500 kr. 33.000 km
Einarsstaðir - Möðrudalsvegamót Vinnuvélar Reynis B. Ingvasonar, Aðaldal 145.074.801 kr. 179.505.000 kr. 40.000 km