Snjómokstursbíll skemmdist í Hamarsfirði
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 28. mar 2022 15:59 • Uppfært 28. mar 2022 15:59
Miklar skemmdir urðu á snjómokstursbíl sem lenti í óhappi í Hamarsfirði seinni partinn á föstudag. Ökumaður hans slasaðist lítillega.
Svo virðist sem tönn bílsins hafi rekist ofan í veginn þannig bíll kastaðist til og valt á veginum. Stórvirk tæki þurfti til að koma bílnum aftur af staðnum og var vegurinn því lokaður um tíma frá því um klukkan fimm á föstudag.
Ökumaður var einn í bílnum og hlaut minniháttar meiðsli. Bíllinn er mikið skemmdur enda brotnaði tönnin af honum.
Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er atvik sem þetta sjaldgæf en leiði af sér talsvert tjón, eins og fyrir nokkrum árum þegar mokstursbíll á leið Fjarðarheiði rak tönnina niður í ristahlið.
Helgin var annars róleg hjá lögreglu, einhver minniháttar umferðaróhöpp en án slysa. Lögreglan er nú að auka umferðareftirlit sitt þar sem aksturshraði eykst með batnandi færð.
Mynd: Aðsend