Skip to main content

Spá tveggja stafa hitatölum austanlands langt fram í næstu viku

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. apr 2025 13:28Uppfært 04. apr 2025 13:37

Spár um tveggja stafa hitatölur marga daga í röð ekki svo óalgengt yfir sumarmánuðina austanlands né víðar um landið. En slík spá dögum saman í byrjun apríl öllu óvenjulegra.

Nýliðinn marsmánuður reyndist Austfirðingum óvenju góður með nokkrum hlýindum, hæglætisveðri almennt og úrkomu með minnsta móti að því er fram kemur í tíðafarsúttekt Veðurstofu Íslands fyrir síðasta mánuðinn. Apríl verður varla síðri veðurfarslega ef marka má spámenn Veðurstofu Íslands.

Samkvæmt Veðurstofunni má vænta þess nokkuð víða á Austurlandi að hitastig nái í tveggja stafa tölu frá og með deginum í dag og fram til fimmtudagsins í næstu viku.

Þannig er gert ráð fyrir 10 stiga hita á nokkrum stöðum á Héraði síðar í dag, allt að 15 stiga hita og glampandi sól bæði á morgun laugardag og á sunnudag á allnokkrum stöðum. Það dregur aðeins úr sólskininu eftir helgina en veðurfræðingar gera engu að síður ráð fyrir 10 til 14 stiga hita áfram víða í fjórðungnum allt fram á fimmtudag.

Veðurspáin um miðjan dag á morgun og er aðeins góð byrjun ef lengri spár veðurfræðinga landsins standast líka. Skjáskot Veðurstofa Íslands