Sparað hjá SAust: Kjör starfsmanna skerðast

Soffía Lárusdóttir, forstöðumaður svæðisskrifstofu með málefnum fatlaðra á Austurlandi (SAust) segir að einhverjir starfsmenn þurfi að taka á sig kjaraskerðingar til að niðurskurður á ríkisframlögum til stofnunarinnar gangi eftir. Færsla á þjónustu til sveitarfélaga getur skapað hagræðingu. Samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar verður skorið niður um tæpar 20 milljónir í framlögum til málefna fatlaðra á Austurlandi. Ríflega 1,5 milljón snýr að Sveitarfélaginu Hornafirði sem hefur verið  með samning við félags- og tryggingamálaráðuneytið um þjónustu við fatlaðra.

Einnig fellur út 1,4 króna framlag ætlað í framkvæmdir við lóð og aðgengismál við Jónsver, vinnustað fyrir fólk með skerta starfsorku á Vopnafirði.

Eftir standa 16,7 milljónir sem SAust tekur á sig.

„Það liggur fyrir að hluta þessa samdráttar verður mætt með-breytingum á rekstrarformi þjónustunnar sem leiðir til fækkunar á stjórnunarstöðum og um leið launalækkunum hjá einstökum starfsmönnum,“ segir Soffía í samtali við Agl.is.

„Eftirvinnu verður haldið í lámarki, svo sem útköllum vegna veikinda starfsmanna og ferða- og námskeiðskostnaður starfsmanna og ýmiss annar rekstrarkostnaður verður lækkaður.“

Soffía segir mögulegt að með færsla þjónustu frá SAust til sveitarfélaga um áramótin leiði til stjórnsýslulegrar hagræðingar.

„Í samkomulaginu á milli ríkisins og sveitarfélaga um fjárhagsramma tilfærslu þjónustu við fatlaða sem undirritaður var 6. júlí sl. er gert ráð fyrir fjármunum á fjárlögum árið 2011 vegna notendastýrðrar persónulegrar aðstoðar og vegna breytingakostnaðar, tilfærslu, aðlögunar og útfærslu þjónustunnar þannig að áætlað er að þessir fjármunir komi aftur inn í málaflokkinn.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.