Skip to main content

Séra Gunnlaugur og Katrín Ásgrímsdóttir kjörin á Kirkjuþing

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 17. maí 2010 15:40Uppfært 08. jan 2016 19:21

Séra Gunnlaugur Stefánsson, prestur í Heydölum í Breiðdal, verður fulltrúi vígðra á Kirkjuþingi 2010-2014. Katrín Ásgrímsdóttir af Fljótsdalshéraði verður fulltrúi leikmanna.

 

ImageKjörið var staðfest í dag. Á kirkjuþingi sitja 27 fulltrúar og jafnmargir til vara. Í hópi vígðra eru 9 karlar (75%) og 3 konur (25%). Í hópi leikmanna eru 9 karlar (53%) og 8 konur (47%). Kjörsókn var 46% meðal leikmanna og 83% meðal vígðra.

Eftirtaldir voru kjörnir á Austurlandi sem nefnist á fagmáli 8. kjördæmi, til setu á kirkjuþingi næsta kjörtímabil

Vígðir:

Gunnlaugur S Stefánsson.

Til vara:

Sjöfn Jóhannesdóttir.
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir.

Leikmenn:

Katrín Ásgrímsdóttir

Til vara:
Georg Friðrik Kemp Halldórsson.
Ólafur Björgvin Valgeirsson.