Skip to main content

Ásta Kristín: Gerum ekkert fyrr en hagvöxtur eykst

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 23. apr 2013 21:57Uppfært 08. jan 2016 19:24

asta_kristin_sigurjonsdottir_2011_2.jpg
Aukinn hagvöxtur er helsta forsenda framfara í íslensku samfélagi og þar með endurbóta í heilbrigðiskerfi og samgöngumálum. Sjálfstæðismenn vilja örva hagvöxtinn til að auka ráðstöfunartekjur heimilanna.

Þetta kom fram í máli Ástu Kristínar Sigurjónsdóttur sem er í þriðja sæti flokksins í Norðausturkjördæmi á framboðsfundi í Menntaskólanum á Egilsstöðum fyrir skemmstu.

„Við gerum ekkert fyrr en hagvöxtur eykst. Það er fyrsta svarið. Við viljum lækka skatta til að auka ráðstöfunartekjur,“ en flokkurinn er mótfallinn þrepaskiptingu skattkerfisins.

Ásta sagðist vilja fara varlega í breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við viljum ekki kollvarpa einni einustu grein. Breytingar verða að gerast í sátt við atvinnuveginn en ekki með aðför eins og gert hefur verið.“

Aðspurð um strandveiðar svaraði hún: „Sjálfstæðisflokkurinn stendur ekki í vegi fyrir þeim sem fjárfest hafa í atvinnutækifærum.“

Kaup Huangs Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum voru einnig til umfjöllunar á fundinum. „Ég fagna fjárfestingu sem spýtir auknu fjármagni inn í hagkerfið okkar. Ég er ekki hlynnt sölu landareigna á þennan hátt, ég vil frekar langtíma leigusamninga.“