Ásta Kristín: Stolt og ánægð yfir að hafa náð settu marki

asta_kristin_sigurjonsdottir_2011_2.jpgÁsta Kristín Sigurjónsdóttir, sem um helgina náði þriðja sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi, segir þakklát dyggum stuðningshóp sem hafi gert henni kleift að ná settu markmiði í kjörinu.

„Ég er gríðarlega stolt og ánægð yfir því að hafa náð settu takmarki. Mitt markmið var þriðja sætið og ég er sannfærð um að það verði öruggt þingsæti eftir kosningar í vor,“ sagði Ásta Kristín í samtali við Austurfrétt.

Ásta, sem starfar sem verkefnastjóri hjá Austurbrú, kemur ný inn eins og Valgerður Gunnarsdóttir sem varð í öðru sæti. Kristján Þór Júlíusson leiðir listann.

„Ég þakka árangurinn frábærum hóp af fólki, fjölskyldu og vinum sem stóðu þétt við bakið á mér og studdu mig með ráðum og dáðum. Nú tekur við krefjandi og skemmtileg vinna við að stilla saman strengi og koma málefnum og stefnu Sjálfstæðisflokksins út til sem flestra fyrir komandi Alþingiskosningar.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.