Skip to main content

Stækkun Dalborgar aftur í útboð hjá Fjarðabyggð

FréttirThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fyrst birt 04. feb 2022 11:58Uppfært 04. feb 2022 12:00

Fjarðabyggð gerir nú aðra tilraun til að fá verktaka til að stækka leikskólann Dalborg á Eskifirði.

Auglýsing þess efnis er nú uppi á vef sveitarfélagsins en það er verkfræðistofan Mannvit sem auglýsir eftir tilboðum í stækkun skólans. Sá er fyrir allnokkru síðan orðin of lítill og þröngur fyrir starfsemina og miðast útboð við rúmlega 410 fermetra viðbyggingu

Þetta er í annað sinn sem útboð vegna stækkunarinnar er auglýst af hálfu Fjarðabyggðar. Það var fyrst auglýst snemma í vetur en þá sýndu verktakar lítinn áhuga og engin tilboð bárust.

Aðsend mynd