Stapi niðurfærir kröfu í Straum

Krafa Stapa lífeyrissjóðs í þrotabú Straums Burðaráss hefur verið færð niður að fullu í ársreikningum félagsins. Óvíst er um afdrif hennar en hún hefur þó nokkur áhrif á afkomu sjóðsins.

 

stapi_logo.jpgSeinasta sumar varð ljóst að gleymst hafði að lýsa kröfunni í búið fyrir tilsettan tíman. Síðan hefur verið unnið að því að fá kröfuna, sem er upp á 4,4 milljarða króna, samþykkta. Ekki er ljóst hvort hún komist að. Í skýrslu stjórnar segir að vegna þeirrar miklu óvissu sem ríki um afdrif kröfunnar þyki ekki annað verjandi en að færa hana niður að fullu sem skerðir tryggingafræðilega stöðu sjóðsins um 1-2%.

Afkoma Tryggingadeildar Stapa var slök annað árið í röð og í skýrslunni segir að tryggingafræðileg staða deildarinnar sé erfið. Rekstur safna Séreignardeildar gekk á móti vel. Enn er óljóst um mat á afleiðslusamninga sem sjóðurinn gerði við gömlu íslensku viðskiptabankana þrjá og niðurstaða þess getur haft nokkur áhrif á sjóðinn.

Ársfundur sjóðsins verður haldinn í Mývatnssveit á morgun.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.