Starfsfólkið á Egilsstöðum hlaut gæðaverðlaun Póstsins
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 21. apr 2011 12:06 • Uppfært 08. jan 2016 19:22
Starfsfólk pósthússins á Egilsstöðum hlaut nýverið gæðaverðlaun
fyrirtækisins fyrir framúrskarandi árangur árið 2010. Til grundvallar
mati dómnefndar var stuðst við ábendingar viðskiptavina, gæðamælingar og
viðhorfskannanir þeirra starfsstöðva sem til álita komu.
Það var niðurstaða dómnefndar að vinningshafinn hafi sýnt miklar almennar framfarir, markvisst bætt gæði þjónustunnar sem veitt er og viðhaldið henni, tekist á við miklar breytingar á framsækinn og atorkusaman hátt og unnið eftir gildum Póstsins: Traust, Vilji, Framsækni.