Starfsfólk sjúkrahúsanna fékk samfélagsviðurkenningu Krabbameinsfélagsins

Starfsfólk sjúkrahússins í Neskaupstað ásamt starfsfólki annarra sjúkrahúsa landsins tók í síðasta mánuði við sérstakri viðurkenningu Krabbameinsfélagsins sem veitt er árlega þeim aðilum er lagt hafa málstað þeirra lið með eftirtektarverðum hætti.

Viðurkenning þessi var veitt þriðja sinni í lok maímánaðar en hlaut starfsfólk sjúkrahúsa landsins heiðurinn að þessu sinni fyrir „að leggja sig fram, gera sitt besta og örlítið meira en það fyrir fólk sem er að takast á við krabbamein.“

Í yfirlýsingu Krabbameinsfélagsins var ítrekað það mikla og mikilvæga starf sem starfsfólk sjúkrahúsanna vinnur fyrir fólk sem er margt að takast á við erfiðustu glímu lífs síns.

Áberandi er, að sögn Krabbameinsfélagsins, hve fólk sem undirgengst meðferðir á sjúkrahúsunum gefur starfsfólki þeirra undantekningarlítið sína bestu einkunn með orðunum að allir séu að leggja sig fram og gera sitt besta. Þar megi ekki gleyma að þó hluti starfsfólksins sé sýnilegt gildi það ekki um alla sem að koma en níu mismunandi stéttir á sjúkrahúsunum koma að krabbameinsmeðferðum með einum eða öðrum hætti.

Hluti starfsfólks HSA í Neskaupstað tók mót viðurkenningunni úr höndum Hrefnu Eyþórsdóttur frá Krabbameinsfélagi Austfjarða í fallegu veðri í síðasta mánuði. Mynd Krabbameinsfélagið

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.