Stefán Þór nýr oddviti Fjarðalistans
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 08. mar 2022 09:56 • Uppfært 08. mar 2022 16:07
Stefán Þór Eysteinsson, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís, er nýr oddviti Fjarðalistans. Framboðslisti hans fyrri sveitarstjórnarkosningarnar var samþykktur á félagsfundi í gærkvöldi.
Uppstillinganefnd hefur verið að störfum síðustu vikur og skilaði að sér tillögu í gær, sem var samþykkt samhljóða. Á listanum eru 10 konur og átta karlar.
Þrír af fjórum bæjarfulltrúum listans gefa ekki kost á sér til endurkjörs. Aðeins Hjördís Helga Seljan heldur áfram og flyst hún úr þriðja sæti upp í það annað.
„Á kjörtímabilinu sem nú er að enda hafa áherslur verið á bætt lífsgæði fjölskyldna í Fjarðabyggð eins og velferð, jöfnuð, umhverfis- og skipulagsmál.
Fjarðalistinn, listi félagshyggjufólks, hlakkar til að halda vinnunni áfram og stuðla að því að Fjarðabyggð haldi áfram að vaxa og dafna. Öflugt atvinnulíf er undirstaða velferðar og með framþróun og tryggum innviðum mun Fjarðabyggð halda áfram að eflast. Gerum gott samfélag enn betra með jákvæðni að leiðarljósi,“ segir í tilkynningu frá framboðinu.
Listann skipa:
1. Stefán Þór Eysteinsson, matvælafræðingur og verkefnastjóri hjá Matís, Norðfirði.
2. Hjördís Helga Seljan, grunnskólakennari og bæjarfulltrúi, Reyðarfirði.
3. Arndís Bára Pétursdóttir, háskólanemi, Eskifirði.
4. Birta Sæmundsdóttir, meistaranemi og varabæjarfulltrúi, Norðfirði.
5. Einar Hafþór Heiðarsson, umsjónarmaður verktaka hjá Alcoa Fjarðaáli, eigandi og rekstrarstjóri hjá ICA Guardians og þjálfari Iceland Combat Arts, Eskifirði.
6. Esther Ösp Gunnarsdóttir, verkefnastjóri og varabæjarfulltrúi, Reyðarfirði.
7. Jóhanna Guðný Halldórsdóttir, liðveitandi og nuddari, Stöðvarfirði.
8. Birkir Snær Guðjónsson, hafnarvörður, Fáskrúðsfirði.
9. Salóme Harðardóttir, íþróttakennari og forvarnarfulltrúi, Norðfirði.
10. Sigrún Birgisdóttir, þroskaþjálfi, sjúkraflutningamaður og meistaranemi, Breiðdal.
11. Oddur Sigurðsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja á Stöðvarfirði, Fáskrúðsfirði.
12. Elías Jónsson, stóriðjutæknir, Reyðarfirði.
13. Katrín Birna Viðarsdóttir, nemi, Norðfirði.
14. Kamilla Borg Hjálmarsdóttir, þroskaþjálfi, Eskifirði.
15. Adam Ingi Guðlaugsson, nemi, Eskifirði.
16. Malgorzata Beata Libera, þjónustufulltrúi, Eskifirði,
17. Sveinn Árnason, fv. sparisjóðsstjóri og eldri borgari, Norðfirði.
18. Einar Már Sigurðarson, bæjarfulltrúi og formaður SSA og Austurbrúar, Norðfirði.