Steypa fyrir göt á El Grillo á næstu dögum

„Við verðum að einhverja daga í viðbót að skrúbba og hreinsa og svo endum við á að steypa yfir þessi göt sem talið er enn leki úr,“ segir Árni Kópsson, kafari.

Árni vinnur nú ásamt sínu teymi og með hjálp frá Landhelgisgæslunni að loka endanlega fyrir olíuleka úr flaki olíubirgðaskipsins El Grillo sem legið hefur á botni Seyðisfjarðar í rúm 80 ár. Þrátt fyrir fjölmargar tilraunir til slíks síðustu fimmtán árin verða bæjarbúar reglulega varir við olíubrák fyrir ofan flakið.

Árni segir ómögulegt að gera mikið meira en orðið er annað en skrúbba vel niður það sem hægt er á þeim stöðum þar sem hugsanlegur leki verði og vona það besta. Því verki miði vel og vonist menn til að ná að steypa fyrir á þeim tveimur stöðum þar sem leka hefur orðið vart á næstunni. Óskandi sé að það dugi til um tíma segir Árni.

Fyrirhugað er sömuleiðis að setja upp flotkvíar í sumar til að fanga alla olíu sem hugsanlega kemur upp úr flakinu í framtíðinni en ríkisvaldið leitar nú einnig framtíðarlausnar á vandamálinu með aðstoð sérfræðinga.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.