Stillt upp hjá Dögun
Fréttir • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 15. jan 2013 22:26 • Uppfært 08. jan 2016 19:23
Kjördæmafélag Dögunar í Norðausturkjördæmi ætlar að notast við uppstillingu við val á framboðslista í kjördæminu fyrir kosningarnar í vor. Þá leið fer Dögun í öllum kjördæmum.
Kjördæmafélagið var stofnað í byrjun desember en á stofnfundinum voru Benedikt Sigurðarson og Aðalheiður Ámundadóttir skipuð í landsuppstillingarnefnd.
Sú nefnd er skipuð tveimur fulltrúum úr hverju kjördæmi og einum oddamanni, alls þrettán fulltrúum. Kynjahlutfall í nefndinni á að vera jafnt og þeir sem sækjast eftir efstu sætum framboðslista mega ekki vera í nefndinni, að minnsta kosti víkja sæti þegar fjallað er um listann í þeirra kjördæmi.
Stjórn kjördæmafélagsins, sem kosin var á fundinum skipa: Aðalheiður Ámundadóttir, Arinbjörn Kúld og Þorkell Ásgeir Jóhannsson. Varamenn í stjórn: Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir, Erling Ingvason og Jón Heiðar Daðason.